Við leitum að samstarfsaðilum

Það eru tímamót þegar UXD opnar fyrir aðkomu nýrra samstarfsaðila um endursölu og þjónustu á Curio Software.

Endursala á Curio Software

UX design leitar nú að endursöluaðilum um allt land. Hægt er að gera samning um sölu á Curio Software, bæði einstökum forritum úr seríu okkar eða gera samning um sölu og þjónustu á öllum forritum okkar.

Leyfishafar geta komið með athugasemdir og aðstoðað við breytingar á hugbúnaði okkar áður en haldið er af stað til að aðlaga Curio Software betur að kröfum viðskiptavina sinna

Við hugsum um hagsmuni beggja aðila við gerð samnings, kennum og aðstoðum við uppsetningu og höfum námskeið í öllum þeim atriðum sem umsækjandi þarf að læra til að geta selt og þjónustað hugbúnað okkar.

Ekki er gerð krafa um ákveðna menntun eða tæknilega þekkingu til að fá leyfi.

Allar fyrirspurnir skulu sendast á info@uxdesign.is

Vilt þú eiga og reka þitt eigið miðasölukerfi?

Árið 2019 kom út nýtt kerfi í UX seríunni sem við gáfum nafnið " Curio Sky". Kerfið býður fyrirtækjum og stofnunum að skrá sig sem notendur og selja afurðir sínar á netinu. Eftir að vara hefur verið stofnuð getur notandi td. búið til "embedd-aðann" kóða sem hægt er að setja á hefðbundnar heimasíður og getur þá notandi selt miða eða gjafabréf bæði á facebook, twitter, instagram, pinmterest og fl. samfélagsmiðlum ásamt því að geta selt rafræna miða eða gjafabréf beint á heimasíðu sinni. 

Miðasölukerfið hefur þann möguleika að selja rafræna aðgöngumiða, boðskort og rafræn gjafabréf ásamt því að vera hefðbundin vefverslun fyrir vörusölu. Kerfið getur haldið utan um mismunandi verð og flóknari vörusölu og allt gerist sjálfkrafa við skráningu á netinu. Að auki tengir kerfið saman sölu, birgðir og verð frá bókhaldskerfum, býr til barmspjöld og gestalista fyrir ráðstefnur og gerir fullgildan rafrænan reikning um leið og pöntun er gerð á vefsíðu þinni o.fl. of.l. 

Við leitum nú eftir krafmiklum samstarfsaðila til að reka og eiga miðasölukerfi með okkur og þróa kerfið áfram með hönnuðum UX design. 

Hægt er að sjá Curio Sky miðasölukerfi okkar sem er í smíðum á þessari slóð: www.curiosky.com/is
Efnið á heimasíðu er aðeins demo efni og ekki raunverulegt eða fullklárað. Curio Sky er kerfi sem býður upp á mikla möguleika og það er aðeins einn samkeppnisaðili hérlendis. 

Allar fyrirspurnir skulu sendast á info@uxdesign.is

Virtual Events Solution

Hægt að tengja kerfið við BigMarker með API og Curio Ticket sér um miðasöluna ásamt að sjá um sjálfvirka skráningu hjá BigMarker. (Big marker sér um streymið á þínum viðburði og Curio Ticket (sky) um online miðasölu.

Sjá Big Marker hér:

Sjá einnig Curio Ticket: 

Sölumaður óskast til starfa!

Við leitum eftir kraftmiklum sölumönnum um land allt til starfa sem allra fyrst. Í boði er spennandi starf á skemmtilegum Ui fjarvinnustað. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, þjónustulundaður með ökuréttindi og getu til að vinna sem verktaki. Þú getur sótt um heilsdagsstarf eða hlutastarf en alltaf sem verktaki sem vinnur í fjarvinnu. Áskilin er stundvísi, áræðanleiki, dugnaður og heiðarleiki. Viðkomandi hefur gott tækifæri til að vinna sig upp í starfi. Hvetjum konur jafnt sem karlmenn til að sækja um starfið.

Sjáumst hress á fjarfundi. 

Allar umsóknir skulu sendast á info@uxdesign.is